„It’s All About the Long Term"

Það kemur mér aldrei á óvart þegar ég opna netmiðla þessa heims og les enn eina fréttina um velgengni Amazon, nú nýlegast kaup þeirra á Whole Foods Market Inc.

Það er vegna þess að fyrir fjórum árum var mér bent á að lesa hluthafabréf Amazon frá árinu 1997, skrifað þremur árum eftir að félagið var stofnað.

Þar setur Bezos í svart og hvítt þá trú sína sem hann deilir með mörgum af bestu stjórnendum mannkynssögunnar: raunverulegt virði er búið til yfir langan tíma, með sífelldum fókus á fjarlæga framtíð og það sem koma skal. Þetta krefst þess að geta horft í burtu frá öðrum skammtímasjónarmiðum eins og hlutabréfaflökts eða skoðunar almennings.

Eða eins og hann orðar það…

It’s All About the Long Term

We believe that a fundamental measure of our success will be the shareholder value we create over the long term. This value will be a direct result of our ability to extend and solidify our current market leadership position… We will continue to make investment decisions in light of long-term market leadership considerations rather than short-term profitability considerations or short-term Wall Street reactions.

Ég hvet alla áhugasama til þess að lesa hluthafabréf Bezos frá fyrstu árunum, það er ótrúlega gefandi að lesa sýn einstaklings sem tekst að fylgja henni eftir.

1997

1998

1999

 
4
Kudos
 
4
Kudos

Now read this

Af hverju verkfræði?

Að velja háskólanám - eða að velja að fara ekki í háskóla - er ein stærsta ákvörðun sem hægt er að taka fyrir tvítugt. Ég var tuttugu-og-eins þegar ég tók mína ákvörðun og ég hefði ekki mátt vera deginum yngri. Ef þú endist út fyrstu... Continue →