Neyðarkall: óska eftir sameiginlegum óvin

1-sCaQLGwwAgryb75v4nAiAw.png

París, Orlando, Nice og Munich. Nú og auðvitað Sýrland, Írak, Lýbía … — þar sem árásir á borð við þessar virðast vera daglegt (og bragðlaust) brauð.

Innbyrðis virðumst við finna fleiri hluti sem við eigum ósameiginlega heldur en við nokkurn tíman gætum fundið frábrugðið milli okkar og apa, eða jafnvel eðlna.

… alla veganna hef ég aldrei heyrt um mann ganga inn í dýragarð og skilja eftir sig tóm skothylki og tugi látinna simpansa, fyrir engan augljósan ávinning.

Á tímum sem þessum vildi ég því í raun óska þess að einhver vanhæf ríkisstjórn frá fjarlægri plánetu myndi í óðagoti átta sig á yfirvofandi vatnsskorti — og sjá kost sinn kærastan í því að heimsækja okkur hingað á Jörðu, og sækja heim auðlindir okkar — til þess að koma í veg fyrir mótmæli á sínum eigin Austurvelli.

Þá gætum við vonandi loksins séð firringuna fólgna í því, að sprengja hvort annað í loft upp fyrir olíu, guði og fréttafyrirsagnir, þegar í grunninn við viljum öll bara elska, hlægja, borða, lifa lengur, hlusta á góða tónlist og jafnvel græða smá aur þar á milli.

Ég á mér nefnilega dagdraum um að einhver brjálaður milljarðamæringur taki upp á því, í frítíma sínum, að nýta auðæfi sín loks til góðs og skipuleggi með heilum her verkfræðinga sér við hlið svosem eina falska geim-árás. Þó það myndi ekki nema í smástund hvetja okkur til þess að snúa byssunum frá hvert öðru, og upp í loft — þá væri sá sigur hverrar krónu virði.

Þennan afarkost nefni ég þó ansi vonlítill, í ljósi þess að við höfum nú þegar í áraraðir náð að horfa framhjá okkar stærsta sameiginlega óvini:

1-SjS8If_BBTjuSjLQp2qjcw.png

Þessi grein var fyrst birt á Medium.

 
1
Kudos
 
1
Kudos

Now read this

Þegar tölfræðin bregst

Amma mín lést að sökum krabbameins. Það var ekki fyrsta krabbameinið sem sigraði hana, heldur það þriðja. Þetta gerist oftar en maður myndi halda - að einhver lifi af fyrstu árás meinsins en falli hægt og rólega saman í kjölfarið. Þetta... Continue →