👋

Hæ, ég heiti Kjartan

image

Ég er forritari og frumkvöðull, fæddur 1995. Ég reyni að koma metnaðarfullu fólki saman í öruggu umhverfi og hjálpa þeim að leysa stór og flókin vandamál, oftast með hjálp hugbúnaðar.

Á daginn (og einstaka sinnum á kvöldin) vinn ég með bestu vinum mínum og kærustu hjá Tímatal, sem þú þekkir mögulega fyrir þjónustumarkaðstorgið Noona.

Ef þú rekst á eitthvað í skrifum mínum sem þú veist að er alfarið rangt eða almennt séð illa ígrundað, láttu mig vita. Stór ástæða fyrir því að ég skrifa á netinu er til þess að læra hraðar en ég myndi ella.

Góðar hugmyndir eru yfirleitt annarra og lélegar alfarið mínar.

Kveiktu skrifin mín áhuga eða hugmynd? Sendu mér línu með því að smella hér!