Er eitthvað vandamál? Heilinn svarar: Mögulega æðarnar í kringum hægra gagnaugað, þú veist, mögulega það sama og olli ofsahræðslunni þinni um daginn þegar þú hélst þú værir að fá heilablóðfall.
Áhugavert, segir meðvitundin, og lítur í átt að svæðinu. Ég sé ekkert að. Ég finn vissulega fyrir púlsandi tilfinningu í einni af æðunum þarna, en þannig á það að vera!
Líkami þinn er eins og planta. Þú hellir vatni og næringarefnum á rétta staðinn og hann breytir því í orku sem vöðvarnir þínir og heilinn þinn getur notað til þess að framkvæma vinnu. Þessi orka kemur í mörgum formum. Eitt af þeim formum kallast súrefni. Súrefni er magnað efni sem þráir að dansa með öðrum efnum.
Hluti af vökvanum sem þú drekkur sameinast með ýmisskonar söltum sem við innbyrðum úr matnum sem við borðum og myndar plasma, sem er fljótandi hluti blóðsins sem rennur í æðunum þínum.
Plasmað er heimili rauðra og hvítra korna sem virka eins og flutningakassar.
Blóðið þitt er rautt vegna þess að í rauðu blóðkornunum er prótein sem heitir Hemoglobyn. Hemoglobyn inniheldur gerð af járni sem heitir Heme. Járn er mjög tilbúið að láta frá sér rafeind og Súrefnið er hungrað í þær. Líkaminn þinn, genin þín, hafa fundið leið til þess að nota þetta eðli efnanna til þess gefa líkamanum þínum orku.
Af hverju ætti púlsandi kraftur æða þinna að vera vandamál? Það er fagnaðarefni og þýðir að þú ert á lífi!
Og er eitthvað sem vantar? Nei.
Fyrst það er ekkert vandamál og ekkert vantar, þá er ekkert eftir nema að njóta þess að vera í núinu. Hér og nú. Lifandi, hugsandi, finnandi. Einstaklega þú.
Leyfðu þér að vera. Lokaðu augunum. Hlustaðu á hljóðin í kring um þig og finndu fyrir líkamanum þínum.
Beindu athyglinni inn á við og sittu beinn í baki eins og þú sért þjónn að bíða eftir að húsbóndi þinn kemur heim.
Hver veit, næsta hugsun gæti verið þín besta?
Það er þess virði að fylgjast vel með.