Hallatalan

Við dæmum líf okkar út frá hallatölunni.

Sama hvort það sé meðvitað eða ekki, þá er einhver eldgamall partur af okkur mönnunum sem fylgist alltaf með hallatölunni. Og vill að hún sé jákvæð.

Manneskjunni líður best þegar að hún er að vaxa.

Okkur líður eins og eitthvað sé off þegar við erum á niðurleið.

Eitt það besta sem við getum gert til að bæta líf okkar er að huga að halltölunni. Við viljum hafa hana jákvæða og í veldisvexti.

Það yndislega er að það gerist sjálfkrafa þegar þú ferð bara að hugsa um hana. Þegar þú ferð að taka hana inn í reikninginn þegar þú ert að bera saman tvo valkosti, taka ákvarðanir.

Ef ég ætti að giska, þá væri það „að halda jákvæðri hallatölu" eitt af þeim mental módelum sem hefur hjálpað mér hvað mest í lífinu hingað til.

Allir sem ég hef séð byrja að nota þetta concept reglulega í sínu eigin lífi hafa notið góðs af því til lengri tíma litið.

Hver er þín hallatala?