Ekki allar ákvarðanir eru jafn mikilvægar.
Sú mikilvægasta er sú sem hefur áhrif á allar aðrar slíkar.
Það er ákvörðunin um að fylgja ákvörðunum þínum eftir, halda utan um þær og bera þig í sífellu saman við það sem þú hefur ákveðið í fortíðinni.
Það býr í þér í dag að taka ákvörðun um að fylgja loksins eftir því sem þú ætlar þér, og sleppa því að gera það sem þú veist að þú ættir ekki að gera.
Hvernig myndi líf þitt breytast ef þú myndir taka þessa ákvörðun og leggja þig allan við að fylgja henni eftir?
Hvaða ákvarðanir myndir þú taka í kjölfarið?
Við upplifum öll augnablik endrum og eins þar sem við sjáum lífið skýrar en áður. Hvað ef þú gætir treyst því að ákvarðanir sem þú tekur í þau skipti fylgi þér þangað til þú meðvitað kýst um að breyta um stefnu?
Gæti verið þess virði að prufa.