Ítranir (1.3)

Ekkert frelsar þig meira en að setja "(1.0)" fyrir aftan nafnið á skjalinu sem þú þarft að búa til, laginu sem þig langar semja, hugmyndinni sem þú varst að fá.

Að ítra er eins og ofurkraftur sem hefur það eina hlutverk að draga þig sífellt í áttina að meiri gæðum.

Eins og haldreipi sem leiðir okkur niður hinn þrönga og sleipa veg á milli fullkomnunaráráttu og kæruleysis.

Ítranir eiga ekki við um allar tegundir af vinnu, en þar sem þær eiga við eru þær eitt öflugasta verkfærið sem þú hefur aðgang að.

Um leið og þú byrjar að hugsa um allt nýtt sem "fyrstu ítrun" af einhverju miklu betra sem þú getur ekki einu sinni ímyndað þér í dag, þá fyrst ertu á réttri leið.

Til að byrja, spurðu þig: „hvað ef þetta væri einfalt?"

Til að þróa, spurðu þig: „hvað gæti verið betra?"

Til að klára...

Það er aldrei hægt að klára.

Það er alltaf næsta ítrun, svo það eina sem þú getur gert er að ákveða að hætta.

P.s

Ein af fyrstu ítrunum Tímatals:

image

Og ein sú nýjasta:

image