Persónuleiki.is
Í ár munu fjögur ár hafa liðið frá því að Donald Trump vann forsetakosningar Bandaríkjanna árið 2016. Það kom mörgum vægast sagt á óvart og hefði vitaskuld aldrei átt að gerast undir venjulegum kringumstæðum.
Ef ekki hefði verið fyrir einstakt forskot, ómetanlegar upplýsingar sem gerði kosningateyminu hans kleyft að kortleggja, skilja og móta bæði hugsanir og tilfinningar a.m.k 50 milljón Bandaríkjamanna – þá hefði hann líklega aldrei unnið og heimsmyndin væri mjög ólík því sem við sjáum í dag.
Hvaða upplýsingar geta mögulega haft svo mikil áhrif? Það að vita t.d aldur og kyn fólks getur ekki beint hjálpað einhverjum að skilja og móta tilfinningar þeirra. Ekkert jafn abstrakt og yfirborðskennt getur mögulega gefið nægilega mikið í ljós um þig sem hugsandi einstakling. Þú veist að þú ert ekki eins og allar aðrar konur, eða allir aðrir hvítir menn í Reykjavík á aldrinum 19-29. Það sem...