Kjartan Þórisson

(alls ekki) daglegar hugleiðingar.

Read this first

Persónuleiki.is

Í ár munu fjögur ár hafa liðið frá því að Donald Trump vann forsetakosningar Bandaríkjanna árið 2016. Það kom mörgum vægast sagt á óvart og hefði vitaskuld aldrei átt að gerast undir venjulegum kringumstæðum.

Ef ekki hefði verið fyrir einstakt forskot, ómetanlegar upplýsingar sem gerði kosningateyminu hans kleyft að kortleggja, skilja og móta bæði hugsanir og tilfinningar a.m.k 50 milljón Bandaríkjamanna – þá hefði hann líklega aldrei unnið og heimsmyndin væri mjög ólík því sem við sjáum í dag.

Hvaða upplýsingar geta mögulega haft svo mikil áhrif? Það að vita t.d aldur og kyn fólks getur ekki beint hjálpað einhverjum að skilja og móta tilfinningar þeirra. Ekkert jafn abstrakt og yfirborðskennt getur mögulega gefið nægilega mikið í ljós um þig sem hugsandi einstakling. Þú veist að þú ert ekki eins og allar aðrar konur, eða allir aðrir hvítir menn í Reykjavík á aldrinum 19-29. Það sem...

Continue reading →


Sannleikur (fyrir mig)

Það eina sem þú þarft að gera er að skrifa eina sanna setningu. Skrifaðu það sannasta sem þú veist.
… Ernest Hemingway

Hvað er það sannasta sem ég* veit?

Það er hægt að rækta bæði heila og líkama. Ekki sleppa öðru og fela þig á bak við hitt.

Ekkert drepur óreiðu og óvissu hraðar en erfitt spjall. Hreinskilni er eina leiðin til þess að nálgast slíkar samræður.

Fátt er verra en að líða illa og vita ekki af hverju. Kafaðu djúpt. Finndu ástæðuna.

Sjálfið er ekki fasti. Það er hægt að breytast og það er mjög líklegt að þú þurfir á því að halda.

Ekkert er erfiðara en að breyta sjálfum sér. Fátt er mikilvægara.

Til þess að vera góð manneskja þarftu að skilja hvernig þú getur sært.

Það eina sem er mikilvægara en að prufa nýja hluti er að halda fast í það sem virkar.

Gerðu allt fyrir þá sem þú elskar. Þú ert ekkert án þeirra. Hamingja er ekki til nema henni sé deilt.

Lesa, hugsa...

Continue reading →


„It’s All About the Long Term"

Það kemur mér aldrei á óvart þegar ég opna netmiðla þessa heims og les enn eina fréttina um velgengni Amazon, nú nýlegast kaup þeirra á Whole Foods Market Inc.

Það er vegna þess að fyrir fjórum árum var mér bent á að lesa hluthafabréf Amazon frá árinu 1997, skrifað þremur árum eftir að félagið var stofnað.

Þar setur Bezos í svart og hvítt þá trú sína sem hann deilir með mörgum af bestu stjórnendum mannkynssögunnar: raunverulegt virði er búið til yfir langan tíma, með sífelldum fókus á fjarlæga framtíð og það sem koma skal. Þetta krefst þess að geta horft í burtu frá öðrum skammtímasjónarmiðum eins og hlutabréfaflökts eða skoðunar almennings.

Eða eins og hann orðar það…

It’s All About the Long Term

We believe that a fundamental measure of our success will be the shareholder value we create over the long term. This value will be a direct result of our ability to extend and...

Continue reading →


Að finna sína rödd

Það er erfitt að tjá sig um samfélagsmiðla án þess að líta út fyrir að vera hræsnari. „Lítum upp” átakið lifir enn í minningu flestra á mínum aldri, en Vaka Njáls er núna einn virkasti Instagrammari sem ég þekki.

Ég trúi því þó innilega að með því að taka sér þá pásu sem hún tók, hafi hún öðlast dýpri innsýn inn í hvernig er hægt að nota þessa miðla sem verkfæri frekar heldur en eitthvað annað. Á kaldhæðnislegan hátt fann hún sína rödd með því að taka hana tímabundið í burtu. Ég vil meina að þetta sé algengara en við viljum halda.

Prófaðu að slökkva á Snapchat áminningum. Fátt í þessum heimi er ómerkilegra heldur en fimm klukkustunda gamalt snapp. Þú munt ekki nenna að skoða þau.

Prófaðu að eyða Instagram. Ekki accountinum þínum, heldur bara appinu. Það er eitthvað off við að eyða klukkutíma á dag í að skoða aðra monta sig og vilja svo gera slíkt hið sama (en bara þegar eitthvað...

Continue reading →


Hentugt hugsanalíkan fyrir ákvarðanatöku

Sem verðandi verkfræðingur hef ég mikinn áhuga á því að setja upp kerfi eða módel fyrir hluti sem koma reglulega fyrir. Allir góðir stjórnendur gera sér grein fyrir kostum þess að koma upp skýrum ferlum sem taka á hversdagslegum en nauðsynlegum verkefnum félagsins - en það eru miklu færri sem hafa fyrir því að koma upp ferlum í sínu eigin atferli.

Ég held þó að þannig sé hægt að besta marga þætti mannlegrar tilveru og koma í veg fyrir marga af okkar eðlislægu göllum. Hér ætla ég því að fjalla stutt um hugsanalíkan sem ég hef lengi notað sem hjálpartæki þegar kemur að stórum ákvörðunum.


Þegar ég þarf að taka stóra ákvörðun - sama hvort um ræðir persónuleg málefni eða rekstur - þá bý ég til nýtt skjal í Google Drive og skrifa niður 6 einfaldar spurningar:

1. Hvað veit ég?

Fyrstu tvær spurningarnar snúast um að stilla upp leiksviðinu. Til þess að geta tekið rétta ákvörðun þarf ég að...

Continue reading →


Þegar tölfræðin bregst

Amma mín lést að sökum krabbameins. Það var ekki fyrsta krabbameinið sem sigraði hana, heldur það þriðja. Þetta gerist oftar en maður myndi halda - að einhver lifi af fyrstu árás meinsins en falli hægt og rólega saman í kjölfarið.

Þetta á sér einfalda og sorglega útskýringu.

Fáir sem ekki hafa horft upp á einhvern nærri sér ganga í gegnum lyfjameðferð vita hversu ógeðfelld mörg krabbameinslyfjana eru. Þau eru eftir allt saman hönnuð til þess að hægja á eða stoppa vöxt frumna, og lyfin eiga það til að geta ekki greint á milli heilbrigðra og sýktra frumna.

Læknisfræðin í heild sinni byggist á tölfræði. Ef ákveðið lyf hjálpar 80% af fólki með kvef í 90% tilfella mun venjulegur læknir líklega mæla með lyfinu í 100% tilfella.

Þegar um krabbameinslyf er að ræða virkar ekkert lyf í 80% tilfella. Bestu lyfin hjálpa kannski 20% af sjúklingum, en geta oft haft mjög slæm áhrif á alla hina. Það...

Continue reading →


Af hverju verkfræði?

Að velja háskólanám - eða að velja að fara ekki í háskóla - er ein stærsta ákvörðun sem hægt er að taka fyrir tvítugt. Ég var tuttugu-og-eins þegar ég tók mína ákvörðun og ég hefði ekki mátt vera deginum yngri.

Ef þú endist út fyrstu önnina mun leiðin sem þú velur koma til með að einkenna þig það sem eftir er.

Þegar ég les yfir ferilskránna mína finnst mér hálf einkennilegt að ég hafi endað í verkfræði. Það er til dæmis erfitt að sjá hvað vöruhönnun á sameiginlegt með hverfitregðu, eða stefnumótun með tvinntölum.

Miðað við reynslu og fyrri störf ætti ég miklu frekar heima í viðskiptafræði, grafískri hönnun eða jafnvel tölvunarfræði. Ég var meira að segja einn músarsmell frá því að skrá mig í heimspeki.

… en það er eitthvað við stærðfræði, vísindi og tölfræðilega greiningu sem heillaði mig og gerir enn. Að geta kafað djúpt ofan í rótina á einhverju vandamáli og krufið það í smærri...

Continue reading →


Frá PHP yfir í JavaScript á 60 dögum.

1-fs7C1ghGh_8fJPFhnDfz8Q.jpeg

Þegar ég settist niður og forritaði fyrstu vefsíðuna mína var ég 17 ára og hafði aldrei séð línu af kóða áður. Það fyrsta sem ég gerði var að fara inn á Youtube og rétt eins og sá sem ekkert veit sló ég inn ansi ómerkilegan leitarstreng: Ecommerce website tutorial.

Hér að neðan er myndbandið sem ég að lokum valdi. 400k+ views, slatti af kommentum og ég gat auðveldlega sótt kóðan hans ef eitthvað fór úrskeiðis. Hvernig gæti þetta verið eitthvað annað en hinn heilagi kaleikur vefforritunar?

Myndbandið sem kom öllu af stað

Þegar ég horfi til baka á ég erfitt með að trúa því hversu hrikalega illa skrifuð vefsíða Nomo.is var. Hún leit ágætlega út, enda hef ég svo sem ágætt auga fyrir slíku, en það þurfti ekki mikla tölvunarfræðiþekkingu til þess að sjá að allt annað var algjört stórslys.

Hver einasta mappa var stútfull af spagettíkóða og ég hikaði ekki við að geyma hreinan PHP kóðann beint fyrir ofan <head> taggið...

Continue reading →


Neyðarkall: óska eftir sameiginlegum óvin

1-sCaQLGwwAgryb75v4nAiAw.png

París, Orlando, Nice og Munich. Nú og auðvitað Sýrland, Írak, Lýbía … — þar sem árásir á borð við þessar virðast vera daglegt (og bragðlaust) brauð.

Innbyrðis virðumst við finna fleiri hluti sem við eigum ósameiginlega heldur en við nokkurn tíman gætum fundið frábrugðið milli okkar og apa, eða jafnvel eðlna.

… alla veganna hef ég aldrei heyrt um mann ganga inn í dýragarð og skilja eftir sig tóm skothylki og tugi látinna simpansa, fyrir engan augljósan ávinning.

Á tímum sem þessum vildi ég því í raun óska þess að einhver vanhæf ríkisstjórn frá fjarlægri plánetu myndi í óðagoti átta sig á yfirvofandi vatnsskorti — og sjá kost sinn kærastan í því að heimsækja okkur hingað á Jörðu, og sækja heim auðlindir okkar — til þess að koma í veg fyrir mótmæli á sínum eigin Austurvelli.

Þá gætum við vonandi loksins séð firringuna fólgna í því, að sprengja hvort annað í loft upp fyrir olíu, guði...

Continue reading →