Vaxandi fólki

Ein mikilvægasta ákvörðun sem þú getur tekið um sjálfan þig er að þú sért vera sem geti þróast og tekið breytingum.

„Ég er bara svona", „Ég hef alltaf verið svona", „Ég er ekki svona týpa"...

Þessar setningar og öll systkini þeirra eru fangaverðir fangelsins sem samfélagið hefur reist fyrir þig. Þú trúðir þessu ekki sem barn. Ef svo væri hefðir þú aldrei lært að labba, tala, lesa.

En nú trúum við þessu? Og pössum upp á þessar „staðreyndir" eins og þær séu hluti af sjálfum okkur?

Þær eru það ekki.

Vaxandi fólki er best að lifa. Mundu eftir hallatölunni.