Projects
- Noona
- The next-gen business platform for the next generation
- The Iceland D[ai]ly
- A daily Iceland-focused newsletter in English, written and curated by AI.
- Leyndo
- A simple daily journal and todo app with AI writing prompts
- Storylingo
- A great way to learn languages through simple AI-generated stories, with support for Anki.
29.
Föstur eru lítið gjald að greiða fyrir velsæld á tímum allsnægtar.
Frá mat til að njóta matar.
Frá tækni til að vera ekki notaður af tækni.
Einvera til að kunna að meta nærveru.
28.
- Notaðu orð þitt af kostgæfni
- Ekki taka neinu persónulega
- Ekki draga óþarfa ályktanir
- Reyndu alltaf þitt besta
27.
Þeir segja að líkaminn hýsi það sem hugurinn getur ekki höndlað.
Ef þú finnur staðinn þar sem allt safnast saman, farðu inn. Ekki hörfa.
Það er þar sem þú finnur frelsið.
26.
Við erum öll að fórna einhverju.
Í staðinn fyrir að fórna því sem þú gætir verið á altari hræðslunnar, hvernig væri að fórna hræðslunni á altari þess sem þú gætir orðið - og sjá hvað gerist?
25.
Einu sinni gat ég ekki skrifað í annarri persónu því ég var svo hræddur um að það myndi koma út eins og ég væri að segja öðrum hvernig þeir ættu að lifa lífinu.
En svo mundi ég að enginn les það sem ég skrifa meira en ég.
24.
Ég framkvæmi fyrir þann sem ég var í gær.
Ég fyrirgef fyrir sjálfan mig í dag.
Ég skrifa fyrir þann sem ég verð á morgun.
23.
Vertu sá sem leysir, ekki sá sem kvartar.
22.
Omni-win, því win-win er ekki lengur nóg.
21.
Finndu hvað er satt í staðinn fyrir að reyna að hafa rétt fyrir þér
20.
Sjálfsstjórn. Sjálfsþekking. Góðmennska. Hjálpsemi. Jákvæðni. Framtakssemi. Hreinskilni. Sanngirni. Hófsemi. Einfaldleiki. Nægjusemi. Þolinmæði. Hugrekki.
19.
Það er auðveldara að bera tóman bolla, en þann sem er fullur upp að brún.
Tæmdu hug þinn af hugsunum, og hjarta þitt mun fyllast af frið.
18.
“Þess vegna, sagði ég, fást góðir menn ekki til að stjórna vegna peninga eða vegsemdar. Það verður að þröngva þeim með hótun um refsingu ef þeir eiga að fást til að taka þátt í stjórnunarstörfum. En þyngsta refsingin við því að neita að stjórna er sú að lúta stjórn sér verri manns.”
— Platon, Ríkið.
17.
Góður yfirmaður er leiðtogi og góður leiðtogi vinnur linnnulaust fyrir fólkið sitt, ekki öfugt.
16.
Hvað ef hver einasta kynslóð hafði rétt fyrir sér þegar hún sagði að æskan væri að fara til fjandans?
Hvað ef þær höfðu allar rangt fyrir sér?
15.
Fyrstu 2-3 kaflar The Beginning of Infinity breyttu mér til hins betra.
Kláraði hana ekki, en ég mun aldrei gleyma því þegar ég opnaði hana.
14.
Við lifum á ýktustu tímum mannkynssögunnar.
Hægrið og vinstrið hafa aldrei verið lengra í burtu.
Vegalengdin á milli þeirra fáttæku og þeirra ríkustu aldrei verið lengri.
Þekkingarbilið aldrei verið breiðara.
Bæði ýktustu bjartsýnismennirnir og öfgakenndustu bölsýnisbubbarnir hafa að hluta til rétt fyrir sér.
En það kæmi mér ekki á óvart ef heimurinn myndi aldrei aftur vera í jafn miklu jafnvægi og einmitt núna.
Og ég veit ekki hvað mér finnst um það.
13.
Eins og Bergþór Másson kenndi mér, og einhver nútímaspekingur kenndi honum, þá getur verið eigingjarnt að halda aftur af sér.
Við höfum öll gjöf að gefa og svo lengi sem hjarta þitt er hreint og þú ert að reyna þitt besta, þá á rödd þín skilið að hljóma.
Þú hefur ekki stjórn á hinum röddunum, sem munu annars koma í staðinn fyrir þína á stríðsvelli hugmynda og athygli.
En þú hefur stjórn á þinni eigin, og þú getur stýrt henni til góðs.
12.
Dýpsti sannleikur okkar tíma, sannleikurinn sem við erum öll meðvituð um innst inni, er þessi: Mannkynið er á krossgötum.
Við stöndum á brattri klettabrún í myrkri og reynum að fikra okkur áfram til að finna brúnna sem er hérna einhversstaðar og liggur upp til himna.
11.
Við erum öll eitthvað Eitt í sífelldum feluleik frá sjálfu sér, og við erum öll að fylgja hvort öðru heim í hið óendanlega og óútskýranlega.
10.
Vera, njóta, elska.
Sannleikur, skilningur, ást.
Hér og nú - er eitthvað að vanbúnaði?
9.
Ég er sögurnar sem ég segi sjálfum mér.
Svo það er eins gott að ég læri að segja góðar sögur.
8.
Ég skrifa á íslensku því þá veistu að þetta er ekki skrifað af gervigreind.
Ekki ennþá.
7.
Þeim sem er alvara um trú sína lærir um öll trúarbrögðin, og leitar uppi það sem þau eiga sameiginlegt.
Einungis þar munt þú nálgast Guð.
En svo finnur þú hana innra með þér, í miðjunni.
6.
Það eina sem þú skilur eftir þig er það sem heldur áfram að hafa áhrif á meðvitund annarra eftir að þú ert farinn.
Reyndu eins og þú getur að passa upp á að þau áhrif séu jákvæð.
Á meðan þú lifir, leggðu þig fram við að skilja heiminn eins vel og hægt er. Það mun hjálpa þér að hafa meiri jákvæð áhrif, og minnka líkurnar á því að þú hafir óvart neikvæð áhrif.
Til þess að skilja heiminn betur, lærðu af öðrum og reyndu að sjá eins mörg sjónarhorn og þú getur. Það er sannleikur í þeim öllum, en ekkert þeirra inniheldur allan sannleikann.
5.
Eigðu erfiða spjallið.
Tæklaðu stærsta vandamálið.
Byrjaðu á því sem þig langar mest að fresta.
Auðveldar ákvarðanir, erfitt líf.
4.
Ekki öll vandamál eru leyst með því að hugsa.
Hugurinn er góður þjónn en slappur húsbóndi.
Ég lærði ungur að flýja inn í hugann til að forðast það að finna til.
Nú leita ég inn í líkamann til að mæta því sem býr þar.
Streita. Hræðsla. Spenna. Styrkur. Orka.
Ég leyfi mér að finna.
Og ég finn að á leiðinni inn er leiðin út.
3.
Hvað þýðir að vera nóg?
Að þurfa ekki að vera neitt annað.
Að þurfa ekki að vera neinn annar.
Að það sé í lagi að bara anda.
Og vera.
2.
Um steríótýpur.
Pabbi sagði að ég gæti gert allt sem ég vildi, svo lengi sem ég vildi það nægilega mikið.
Mamma sagði að það mikilvægasta í lífinu væri að vera góð manneskja.
Þessi viska þeirra var kannski ekki einstök. Jafnvel steríótýpísk.
En það þýðir ekki að hún hafi ekki verið sönn, og það að blanda þessu saman hefur gert gæfumuninn.
1.
Þó eitthvað sé í röð, þýðir ekki að það sé í reglu.